Upptaka/Hlaðvarp: Málfundafélagið Frelsi og fullveldi boðaði til opins umræðufundar í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju mánudagskvöldið 4. nóvember 2024 en þetta var ellefti opni fundur félagsins frá stofnun þess vorið 2023.
Fundarefnið var Stefnumál málfundafélagsins Frelsis og fullveldis.
Framsögumenn voru þeir sr. Geir Waage og sr. Halldór Gunnarsson.
Fundarstjóri var Anna Björg Hjartardóttir.
Stefnumálin eða hugmyndir Málfundafélagsins eru einkum unnar upp úr fundum félagsins og er ætlað að hvetja til umræðu í aðdraganda Alþingiskosninganna 2024. Öllum framboðum og einstaklingum verður heimilt að nýta hugmyndir sem koma fram í stefnunni og bregðast við þeim á fundinum. Í lok fundar var tillaga um hugmyndir Málfundafélagsins, með þeim breytingum sem gerðar voru á henni á fundinum, borin upp og samþykkt samhljóða.
Til upplýsingar: Eftir að spilarinn hefur verið settur í gang er nóg að ýta á tímalínu viðkomandi hér að neðan og þá hrekkur spilarinn þangað. Einnig má byrja á að velja tímalínu þess sem talar og ýta síðan á spilarann.
Tímalínur ræðumanna:
0:00:00 Ólafur Ísleifsson formaður framkvæmdanefndar
0:03:38 Geir Waage framsögumaður
0:39:05 Halldór Gunnarsson framsögumaður
1:05:40 Valdimar Jóhannesson
1:10:55 Halldór Gunnarsson
1:12:57 Arnar Þór Jónsson
1:18:00 Halldór Sigurþórsson
1:21:27 Arndís Ósk Hauksdóttir
1:28:35 Guðbjörn Jónsson
1:33:00 Bryndís Geirsdóttir
1:35:10 Guðrún Ágústa Ágústsdóttir
1:39:28 Valdirmar Jóhannesson
1:41:40 Guðbjörn Jónsson
1:43:14 Arnar Þór Jónsson
1:46:04 Halldór Gunnarsson
1:47:09 Geir Waage
2:03:14 Anna Björg Hjartardóttir fundarstjóri (Tillaga borin upp)